Persónuverndarfulltrúi
Um okkur
Friðjón B. Gunnarsson, lögfræðingur.
Friðjón Björgvin Gunnarsson er menntaður lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann býr yfir áratuga reynslu af rekstri og uppbyggingu fyrirtækja, bæði innanlands og erlendis.
Árið 2023 útskrifaðist Friðjón með B.Sc gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og árið 2025 útskrifaðist Friðjón með fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst.
Lokaritgerð Friðjóns í grunnnáminu fjallar um heimildir atvinnurekenda til vinnslu persónuupplýsinga um starfsfólk sitt.
Lokaritgerð Friðjóns í meistaranáminu fjallar um notkun ábyrgðaraðila á eftirlitsmyndavélum og kröfur persónuverndarlaga þar að lútandi. Hann varði ritgerðina í maí 2024.
Persónuvernd er Friðjóni hugleikin, enda snertir hún allt okkar daglega líf. Friðjón er sérfræðingur í persónuvernd en önnur svið lögfræðinnar eru einnig mjög áhugaverð eins og t.d. Samningaréttur, Kröfuréttur, Félagaréttur, Sifja- og erfðaréttur, Skaðabótaréttur og Evrópuréttur. Þá er Stjórnsýsluréttur einstaklega skemmtilegur og krefjandi enda snýr hann einna helst að lögskiptum stjórnvalda og borgaranna.
Friðjón er giftur, þriggja barna faðir og býr í Breiðholtinu í Reykjavík. Gæðastundir með fjölskyldu og vinum, ásamt útiveru og ferðalögum, er það sem lífið snýst um. Friðjón leggur mikla áherslu á heiðarleika og traust í lífinu og reynir að láta gott af sér leiða í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
Menntun:
2025: Magister Legum (ML) gráða í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst.
2023: B.Sc. gráða í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.
2018: Leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands í MK.
2002: Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla – félagsmálabraut.
Starfsferill:
Febrúar 2025-: Lögfræðingur hjá FBG ráðgjöf ehf.
Janúar 2023-janúar 2025 : Lögfræðiráðgjöf meðfram laganámi.
September 2016- : Sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.
September 1999-2016: Sjálfstætt starfandi við eigin rekstur.
Félagsstörf:
Friðjón hefur í gegnum alla sína skólagöngu verið virkur í félagsstörfum. Hann var m.a. í nemendaráði í FÁ, formaður félags laganema í Háskólanum á Bifröst (HB), fulltrúi meistaranema í deildarráði lagadeildar HB, fulltrúi meistaranema í háskólaráði HB og forseti nemendafélags HB. Þá hefur Friðjón unnið margvísleg sjálfboðaliðastörf fyrir íshokkídeild Skautafélags Reykjavíkur, þar sem dætur hans æfa allar íshokkí hjá félaginu.
Þá hefur Friðjón fljótlega störf sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossi Íslands í verkefninu ,,Aðstoð eftir afplánun” sem lesa má nánar um hér: https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/heilbrigdi-og-velferd/adstod-eftir-afplanun/
Endurmenntun:
Febrúar 2025: Viðbrögð stjórnenda við tilkynningu um EKKO á vinnustað. Endurmenntun Háskóla Íslands.
Febrúar 2025: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Endurmenntun Háskóla Íslands.