Persónuverndarfulltrúi

Verðskrá

 

Það er mikilvægt að viðskiptavinir kynni sér verðskrá okkar. Hún kann að taka breytingum. Öll verð eru án vsk.  

FBG ráðgjöf ehf., kt. 450917-0440, (hér eftir vísað til sem ,,FBG” eða ,,félagsins”) hefur sett fram eftirfarandi verðskrá vegna þjónustu sem veitt er í tengslum við vefsíðuna personuverndarfulltrui.com. Þá er einnig hægt að finna verðskrá félagsins á vefsíðunni fbg.is.  

Persónuverndarfulltrúi í áskrift: 9.990 kr. á mánuði. Miðast við 12 mánaða samning með 11 mánaða binditíma. Ef samningnum er ekki sagt upp að 11 mánuðum liðnum, framlengist hann sjálfkrafa um aðra 12 mánuði.   

Tímagjald fyrir veitta þjónustu er: 24.990 kr.

Eftir atvikum er boðið upp á fast gjald fyrir einstök verkefni þegar umfang þeirra liggur ljóst fyrir.

Lágmarksgreiðsla fyrir vinnu skv. tímagjaldi er sem nemur einni klukkustund. 

Akstur er rukkaður sérstaklega en ferðir innan höfuðborgarsvæðisins kosta 4.990 kr. 

 

Fræðsla vegna rafrænnar vöktunar: Lágmarksgjald er 100.000 kr. en í því felst að búa til merki og fræðslutexta á vefsíðu. Tímagjald er rukkað fyrir vinnu umfram það t.d. við gerð eða uppfærslu persónuverndarstefnu og vafrakökustefnu. 

 

Merkingar sem tilkynna um að rafræn vöktun sé viðhöfð þurfa að innihalda að lágmarki upplýsingar um ábyrgðaraðila vöktunarinnar og QR-kóða sem opnar vefsíðu með ítarlegri upplýsingum. Þá þarf einnig að geta þess hvar hægt er að nálgast viðbótarfræðsluna. Sú lausn sem við bjóðum uppá er sérhönnuð fyrir hvern og einn ábyrgðaraðila, þannig er t.d. hægt að setja inn logo fyrirtækisins og einnig er val um liti.

 

Límmiði A6 – tilkynning um að rafræn vöktun sé viðhöfð: 5.500 kr. pr. stk. 

Límmiði A5 – tilkynning um að rafræn vöktun sé viðhöfð: 7.500 kr. pr. stk. 

Límmiði A4 – tilkynning um að rafræn vöktun sé viðhöfð: 9.500 kr. pr. stk. 

Límmiði á álplötu A6 – tilkynning um að rafræn vöktun sé viðhöfð: 7.500 kr. pr. stk. 

Límmiði á álplötu A5 – tilkynning um að rafræn vöktun sé viðhöfð: 9.500 kr. pr. stk. 

Límmiði á álplötu A4 – tilkynning um að rafræn vöktun sé viðhöfð: 11.500 kr. pr. stk. 

Hönnunarvinna: Rukkað skv. tímagjaldi.

 

 Öll verð eru án 24% vsk. 

Verðskrá þessi kann að breytast. Breytingar taka gildi um leið og verðskráin hefur verið birt á vefsíðum okkar.

Þessi verðskrá tók gildi 16. maí 2024. Verðskráin var síðast uppfærð í júní 2024.